- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þóra Björg fór á kostum í átta marka sigri

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ungmennalið ÍBV beit hressilega frá sér þegar það mætti ungmennaliði Vals í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í gærkvöld. Unglingalandsliðskonan Þóra Björg Stefánsdóttir fór á kostum í liði ÍBV. Hún skoraði 12 mörk í átta marka sigri, 34:26.


ÍBV-liðið var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:13. Liðið situr enn í níunda sæti af 11 í deildinni og hefur 11 stig. Valur er í sjötta sæti með 16 stig en hefur lokið tveimur leikjum fleiri en ÍBV.


Mörk Vals U.: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 7, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Erna Björk Björgvinsdóttir 1, Silja Borg Kristjánsdóttir 1.


Mörk ÍBV U.: Þóra Björg Stefánsdóttir 12, Ingibjörg Olsen 8, Aníta Björk Valgeirsdóttir 5, Ólöf María Stefánsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -