Þorgils Jón Svölu Baldursson fyrrverandi leikmaður Vals og nú liðsmaður sænska úrvalsdeildarliðsins HK Karlskrona hefur átt í nárameiðslum síðan snemma í október og þar af leiðandi ekkert getað leikið með liði félagsins. Þorgils Jón er kominn heim til þess að heyra í sérfræðingum hvað sé til ráða.
Þegar handbolti.is hitti Þorgils Jón í gærkvöld, en hann var á meðal áhorfenda á viðureign Fram og Vals í Poweradebikarnum í Lambhagahöllinni, sagði hann meiðslin vera leiðinlega þrátlát.
Meðferð í Svíþjóð hafi því miður ekki enn skilað árangri. Þess vegna hafi verið ákveðið að heyrði í glöggu fólki hér heima hvort ekki væri leið til bata. Eins og áður segir hefur Þorgils Jón ekkert leikið með HK Karlskrona síðan snemma í október.
Karlskrona-liðinu hefur vegnað vel í vetur. Það er öðru til fjórða sæti deildarinnar sem er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Karlskrona var í hópi þeirra neðstu.
Áfram verður leikið í sænsku úrvalsdeildinni til áramóta.
Þorgils Jón er á síðara samningsári sínu hjá félaginu.