Hollenski kaupsýslumaðurinn Bertus Servaas hefur í tvo áratugi verið forseti pólska stórliðsins Vive Kielce sem hefur verið eitt fremsta handknattleikslið Evrópu síðasta áratuginn eða rúmlega það. Servaas er óspar að viðra skoðanir sína á samfélagsmiðlinum Twitter, svara stuðningsmönnum og öðrum þeim sem eru forvitnir um félagið og leikmenn þess.
Í gær skoraði Servaas á fylgjendur sína á Twitter að nefna eftirlætisleikmenn sem leikið hafa með Vive Kielce á þeim 20 árum sem hann hafi verið við sjórnvölin. Um leið hét Servaas því að nefna sína eftirlætisleikmenn. Tók hann fram að þeir sem hann ætlaði að nefna til sögunnar hefðu ekki eingöngu skarað fram úr á leikvellinum heldur hefðu verið drengir góðir auk þess að vera sleipir á svellinu þegar mest á reyndi. Sannir félagsmenn.
Í dag stóð Servaas við heit sitt og greindi frá því hverjir hans eftirlætisleikmenn væru sem leikið hafa með Kielce. Þeirra á meðal er Selfyssingurinn Þórir Ólafsson. Þórir lék með Vive Kielce um þriggja ára skeið frá 2011 til 2014. Má telja þetta mikið hrós til handa Þóri enda hafa fjölmagir afbrags handknattleiksmenn leikið með Kielce á síðustu tveimur áratugum.
I promised so here we go. But please be aware this is not ONLY about the art of playing Handball.
— Bertus Servaas (@BertServaas) December 25, 2021
1. Uros Zorman,Blaź Janc,Krzysztof Lijewski,Thorir Olafson,Rastko Stojkovic,Venio Losert i Tobias Reichmann.