- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir og Evrópumeistararnir sluppu fyrir horn

Þórir Hergeirsson, og norska landsliðið verða með á Ólympíuleikunum í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sluppu fyrir horn í forkeppni Ólympíuleikana í handknattleik og verða þar af leiðandi með á leikunum í Japan í sumar. Eftir sigur Noregs á Rúmeníu á laugardag biðu leikmenn og þjálfarar norska landsliðsins með öndina í hálsinum í gær eftir úrslitum viðureignar Rúmeníu og Svartfjallalands.


Rúmenar unnu leikinn með þriggja marka mun, 28:25, sem nægði þeim ekki til þess að skilja norska landsliðið eftir í riðlinum. Til þess hefði rúmenska liðið þurft að vinna með sex marka mun eða þá fimm marka mun, t.d. 30:25. Sex marka sigur þurfti rúmenska liðið að ná gegn Svartfellingum að því tilskyldu að liðið skoraði færri en 30 mörk.


Rúmenar sitja þar með eftir með sárt ennið að lokinni forkeppninni eins og Argentína í riðli eitt og Serbía og Kasakstan í riðli tvö.


Spánverjar, Svíar, Rússar, Ungverjar, Svartfellingar og Norðmenn tryggðu sér farseðilinn á Ólympíuleikana eftir forkeppnina um helgina.


Þegar voru Japan, sem gestgjafar, Frakkar sem Evrópumeistarar 2018, Brasilía, Suður Kórea, Angóla og Holland komin með þátttökurétt á Ólympíuleikana.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -