- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir og norska landsliðið byrjaði EM á níu marka sigri

Leikmenn ungverska landsliðsins fagna naumum sigri á Sviss í upphafsleik A-riðils. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, hófu titilvörnina á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í kvöld með glæsibrag. Niðurstaðan var níu marka sigur á króatíska landsliðinu í síðari leik kvöldsins í A-riðli í Ljubljana í Slóveníu, 32:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.

Króatar voru aldrei langt undan í fyrri hálfleik og byrjuðu síðari hálfleik á að minnka muninn fljótlega í eitt mark, 19:18. Norska liðið svaraði með þremur mörkum í röð. Eftir það fjaraði mótspyrna Króata út, einföldum mistökum fjölgaði og mörg markskot voru misráðin. Króatíska liðið skoraði aðeins eitt mark síðasta stundarfjórðung leiksins meðan norska liðið lék við hvern sinn fingur. Var ekk að sjá á þeim kafla að fjóra sterka leikmenn vanti í liðið.

Mörk Noregs: Nora Mørk 8, Henny Reistad 7, Vilde Ingstad 5, Kristine Breistøl 4, Stine Oftedal 3, Anniken Wollik 2, Maren Aardahl 1, Stine Skogrand 1, Sinniva Næs Andersen 1.
Varin skot: Katrine Lunde 6, 25% – Silje Solberg 4, 44,4%.

Mörk Króatíu: Stela Posavec 4, Paula Posavec 3, Dora Kalaus 3, Tena Japundza 3, Ana Debelic 3, Valentina Blazevic 3, Katarina Jezic 2, Dora Krsnik 1, Kristina Prkacin 1.
Varin skot: Ivana Kapitanovic 4, 25% – Tea Pijevic 4, 27%.

Skutu Ungverjum skelk í bringu

Landslið Sviss, sem tekur þátt í EM í fyrsta skipti, skaut ungverska landsliðinu skelk í brignu í upphafsleik A-riðils í Ljubljana. Í 50 mínútur var ungt svissneskt lið síst lakara og oftar ekki með yfirhöndina, þar á meðal 14:12, að loknum fyrri hálfleik.

Ungverjar náðu frumkvæðinu upp úr 50 mínútu með tveimur mörkum í röð í autt mark Sviss sem hafði kallað markvörð sinn af leikvelli til þess að bæta auka manni í sóknina.

Ungverjar unnu með fimm marka mun, 33:28. Á sunnudaginn mætir ungverska liðið því króatíska í leik sem væntanlega mun skera úr um hvort þeirra fer áfram með tvö stig í milliriðil.

Mörk Ungverja: Katrin Gitta Klujber 9, Perta Vamos 6, Viktória Lukács 6, Grétar Márton 4, Gréta Kácsor 2, Réka Bordás 2, Csenge Kuczora 2, Anna Albek 1, Noémi Påsztor 1.
Varin skot: Melinda Szikora 4, 17,3% – Kinga Janurik 1, 10%.

Mörk Sviss: Tabea Schmid 6, Mia Emmenegger 5, Daphné Gautschi 5, Nuria Bucher 5, Alessa Riner 3, Malin Altherr 2, Kerstin Kündig 1, Charlotte Kähr 1.
Varin skot: Lea Schüpbach 8, 25,8%, Mauela Brüsch 0.

Allar upplýsingar um úrslit leikja á EM, næstu leiki og stöðuna í riðlunum er að finna meðfylgjandi frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -