- Auglýsing -
„Í fyrri hálfleik var óttinn við að tapa meiri en þráin til að vinna,” sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregi í samtali við norska sjónvarpið í kvöld eftir að lið hans kollvarpaði leik sínum í síðari hálfleik gegn Dönum í undanúrslitum EM kvenna í handknattleik í Danmörku. Eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 13:10, þá sigraði norska liðið í leiknum með þriggja marka mun, 27:24, og vann semsagt með sex marka mun.
„Ég einfaldlega spurði stelpurnar að þessu í hálfleik og þær svöruðu,” sagði Þórir ennfremur strax eftir leikinn í kvöld. Norðmenn mæta Frökkum í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Viðureignin hefst klukkan 17.
- Auglýsing -