- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir vill mæta þeim bestu fyrir Ólympíuleika

Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópumeistara Noregs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og ríkjandi Evrópumeistara ætlar að leika alvöru landsleiki í aðdraganda Ólympíuleika í sumar. Ákveðið hefur verið að norska landsliðið leiki tvisvar sinnum við heimsmeistara Frakka í byrjun júlí og mæti síðan danska landsliðinu í tvígang, heima og að heiman, rétt áður en haldið verður til Frakklands til keppni á Ólympíuleikunum.

Með því að bera okkur saman við bestu landsliðin þá sjáum við betur hvar við stöndum, hefur VG Sporten eftir Þóri. Leikirnir við Frakka verða 4. og 6. júlí. Viðureignirnar við Dani fara fram 16. júlí í Noregi og tveimur dögum síðar í Danmörku.

Ólympíuleikarnir í París verða settir 25. júlí og standa yfir til 11. ágúst. Ljóst er að Þórir og leikmenn norska landsliðsins ætla að leggja allt í sölurnar til þess að mæta sem best búin undir keppni á Ólympíuleikunum.

Norska kvennalandsliðið hefur ekki unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum síðan 2012 í London sem voru jafnframt fyrstu leikirnir eftir að Þórir tók við sem aðalþjálfari. Á tvennum síðustu leikum, 2016 og 2021, komu bronsverðlaun í hlut norska landsliðsins undir stjórn Þóris.

Fyrri hluti handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar fer fram í París en síðari hlutinn verður leikinn í Lille.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -