- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar ganga frá samningum við 10 leikmenn

Brynjar Hólm Grétarsson t.v., spilandi aðstoðarþjálfari, og Friðrik Svavarsson handsala endurkomu þess síðarnefnda. Mynd/HarIngo - heimasíða Þórs
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Þórs hefur gengið frá samningum við tíu leikmenn. Flestir þeirra eru að endurnýja samninga og semja til eins eða tveggja ára, en einn snýr aftur eftir fjögurra ára hlé frá handbolta.

Gengið var frá þjálfaramálunum fyrir nokkru, en Halldór Örn Tryggvason snýr aftur úr fæðingarorlofi og mun þjálfa liðið á komandi tímabili, með Brynjar Hólm Grétarsson sér við hlið sem spilandi aðstoðarþjálfara. Þeir vinna nú að því að setja saman leikmannahópinn fyrir næsta tímabil og ljóst að einhverjar breytingar verða þar sem ungir leikmenn eru að koma upp í meistaraflokk, einhverjir hætta eða fara annað og aðrir koma inn í staðinn.

Sá hópur leikmanna sem skrifaði undir samninga í fyrrakvöld var blandaður yngri og eldri leikmönnum, nokkrir eru að koma upp úr 3. flokki.

Andri Snær Jóhannsson (2004), vinstra horn.
Arnviður Bragi Pálmason (2005), vinstri skytta.
Arnþór Gylfi Finnsson (1995), lína.
Aron Hólm Kristjánsson (2002), vinstri skytta, leikstjórnandi.
Friðrik Svavarsson (1993), lína.
Halldór Kristinn Harðarson (1993), skytta.
Sigurður Gísli Ringsted (2004), vinstra horn.
Sigurður Ringsted Sigurðsson (2004), lína.
Tristan Ylur Guðjónsson (2006), markvörður.
Tómas Ingi Gunnarsson (2002), markvörður.
Brynjar Hólm Grétarsson, Kristján Páll Steinsson og Viðar Ernir Reimarsson sömdu allir við Þór í lok apríl.

Friðrik tekur fram skóna

Sérstaka athygli vekur á þessum lista að Friðrik Svavarsson snýr aftur í handboltann eftir nokkurra ára hlé. Friðrik var fyrirliði Akureyrar handboltafélags og spilaði með félaginu í eitt ár eftir að samstarfinu var slitið, en lagði þá skóna á hilluna, sem núna, um fjórum árum síðar, reynist hafa verið tímabundin ákvörðun.

Von er á fleiri undirskriftum hjá Þórsliðinu á næstunni og má handknattleiksáhugafólk jafnvel eiga von á fleiri gömlum kempum að munda pennann. Nóg af bleki og pappír tilbúið hjá handboltanum.

Myndir frá undirskriftunum er að finna á heimasíðu Þórs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -