- Auglýsing -

Þórsarar hafa samið við skyttu frá Moldóvu

- Auglýsing -


Nýliðar Þórs í Olísdeild karla hafa samið við Igor Chiseliov frá Moldóvu. Hann er 33 ára gamall og leikur í stöðu vinstri skyttu. Chiseliov var síðast hjá Radovis í Norður-Makedóníu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Þórs í kvöld. Eftir því sem næst verður komist er Chiseliov fyrsti Moldóvinn til þess að leika með íslensku félagsliði.


Í tilkynningu frá Þór kemur ennfremur fram að Chiseliov hafi víða komið við á handknattleiksvöllum Evrópu á síðustu árum og hefur þar með yfir að ráða töluverðri reynslu. Auk Norður Makedóníu hefur m.a. leikið í Kósovó, Slóvakíu og heimalandsins.

„Við bindum miklar vonir til nýjustu viðbót liðsins og erum spenntir að sjá hann á vellinum í vetur,“ segir í tilkynningu Þórs.

Fyrsti leikur Þórs í Olísdeildinni verður í Höllinni á Akureyri föstudaginn 5. september gegn ÍR.

Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -