- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar halda áfram að nálgast

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs á Akureyri. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Þórsarar halda áfram að sækja að efstu þremur liðum Grill66-deildar karla í handknattleik. Þeir lögðu ungmennalið Selfoss á sannfærandi hátt í Höllinni á Akureyri í dag, 33:29, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir þegar viðureignin var hálfnuð, 17:13.


Þór hefur þar með 25 stig eftir 16 leiki og er aðeins tveimur stigum og einum leik á eftir ÍR sem er í þriðja sæti. Hörður og Fjölnir eru stigi fyrir ofan ÍR. Hörður átti að leik við ungmennalið Aftureldingar á Varmá í dag en engum sögum fer því miður af þeirri viðureign.

Uppfært: Á Facebook-síðu Harðar kemur fram að liðið vann öruggan sigur á Varmá, 38:22. Leikskýrslan virðist vera á vergangi.


Mörk Þórs: Viðar Ernir Reimarsson 9, Heimir Pálsson 5, Tomislav Jaguronovski 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 3, Halldór Yngvi Jónsson 2, Jóhann Einarsson 2, Viktor Jörvar Kristjánsson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1, Josip Kezic 1.

Mörk Selfoss U.: Elvar Elí Hallgrímsson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Haukur Páll Hallgrímsson 5, Gunnar Flosi Grétarsson 5, Sölvi Svavarsson 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 3, Einar Ágúst Ingvarsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er finna hér .

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -