- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þreifa sig áfram með þrjá dómara

Dómarari vísar manni að leikvelli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sex árum eftir að Handknattleikssamband Evrópu velti vöngum yfir að bæta við þriðja dómaranum inn á handknattleiksvöllinn mátar Alþjóða handknattleikssambandið sig við þriggja dómara kerfi á heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki sem stendur yfir í Dammam í Sádi Arabíu.


Verði góð reynsla af viðbótardómaranum er talið líklegt að landssamböndum verði boðið að halda tilraunum áfram á næstu árum, eftir því sem Per Morten Södal segir í samtali við Handbollskanalen í Svíþjóð. Södal á sæti í dómaranefnd Alþjóða handknattleikssambandsins.

Kostur á stærri leikjum

Södal segir að farið verði vel yfir þá reynslu sem fæst af þremur dómurum áður en næstu skref verða stigin. Verði reynslan góð geti komið til greina að heimila þremur dómurum að taka að sér stærri leiki en áfram verði haldið í tvo dómara á flestum leikjum.

Þróast á síðustu 50 til 60 árum

Núverandi tveggja dómara kerfi hefur þróast á síðustu 50 til 60 árum eftir að hætt var með markadómara sem stóðu með litla fána við endalínu beggja vegna vallarins. Hinsvegar hefur handknattleiknum fleytt mikið fram og er orðin hraðari íþrótt nú en fyrir hálfri öld. Jafnvel á síðustu 20 til 25 árum hafi orðið mikil breyting á.

Ekki á ÓL 2024

Södal segir mjög ósennilegt að tilraun verði gerð með þrjá dómara í handkattleikskeppni næstu Ólympíuleika sem fram fara í Frakklandi eftir liðlega tvö ár.

Langt í land

Ósennilegt er talið að þriggja dómara kerfi verði tekið upp til reynslu hér á landi vegna þess að staðan er einfaldlega þannig að með naumindum er hægt að manna leiki Íslandsmótsins með tveimur dómurum. Áður en til þess komi að mönnum verði að ósk sinni með þriðja dómarann verða félögin og HSÍ að taka saman höndum um að fjölga dómurum verulega.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -