- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán marka sigur Gróttu á heimavelli

Katrín Anna Ásmunsdóttir hornamaður Gróttu var markahæst hjá Gróttu í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta vann öruggan sigur á FH, 40:27, í eina leik dagsins í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Viðureignin fór fram í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta var með sjö marka forskot þegar fyrri hálfleikur var á enda, 21:14. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Gróttuliðsins talsverðir auk þess sem leikmenn beggja liða lögðu áherslu á sóknarleikinn á kostnað varnarleiksins.

Fljótlega kom í ljós að þessu sinni að leikmenn Gróttu höfðu jafnað sig eftir hörkuleik við Stjörnuna í átta liða úrslitum Poweradebikarsins á miðvikudagskvöldið. Sóknarleikurinn gekk vel og mörkin röðuðust inn.

Eftir sigurinn hefur Grótta 24 stig í öðru sæti Grill 66-deildar og er fimm stigum á eftir Víkingi sem er í þriðja sæti. Selfoss er í sérflokki í deildinni með fullt hús stiga að loknum 14 leikjum. Selfoss vann Víking örugglega í gærkvöld, 31:21, eins og sagt er frá hér.

Katrín Anna Ásmundsdóttir var atkvæðamest hjá Gróttu ásamt Söru Björg Davíðsdóttur. Eins og stundum áður voru Emilía Ósk Steinarsdóttir og Karen Hrund Logadóttir þær sem mest kvað að hjá FH sem er í fimmta sæti með 16 stig.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 8, Sara Björg Davíðsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2, Ólöf María Stefánsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 4, Sara Xiao Reykdal 3.

Mörk FH: Karen Hrund Logadóttir 6, Emilía Ósk Steinarsdóttir 5, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Ena Car 3, Telma Medos 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Lara Zidek 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 8.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -