- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán marka sigur í Mosfellsbæ

Leikmenn Aftureldingar í sjöunda himni með fyrsta sigurinn í umspilinu á heimavelli í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann stórsigur á FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik að Varmá í kvöld, 32:19. Næsta viðureign liðanna fer fram í Kaplakrika á sunnudaginn. Upphafsflaut verður gefið stundvíslega klukkan 16.

FH-ingar, sem höfnuðu í fjórða sæti Grill 66-deildarinnar í vetur, héldu í við Aftureldingarliðið fyrsta stundarfjórðunginn. Liðin skoruðu hvor sín sjö mörkin á þeim tíma. Þar með skildu leiðir og Aftureldingar liðið var komið með sex marka forskot áður en fyrri hálfleikur var úti, 14:8.

Einstefna var í síðari hálfleik. Aftureldingarliðið réði lögum og lofum. Munurinn jókst jafnt og þétt allt til leiksloka. Saga Sif Gísladóttir markvörður Aftureldingar átti stórleik.

Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 6, Susan Ines Gamboa 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 4/3, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 13, 48,1% – Rebecca Fredrika Adolfsson 2, 28,6%.

Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 7/5, Ena Car 3, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 3, Eva Gísladóttir 2, Lara Zidek 1, Ingibjörg Karlsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 8, 24,2% – Bára Björg Ólafsdóttir 3, 33,3%.

Sjá einnig:
Öruggt hjá Gróttu í fyrsta leik
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -