- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þréttán marka skellur

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður flytur heim í sumar eftir þrjú ár í Þýskalandi. Mynd/SG BBM Bietigheim
- Auglýsing -

Handknattleiksliðið Bietigheim sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson leikur með fékk slæma útreið í heimsókn sinni til Dessauer í dag. Leikmenn Bietigheim voru langt á eftir frá upphafi til enda og máttu bíta í það súra epli að halda heim með 13 marka tap á bakinu, 39:26, eftir að hafa verið átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 19:11.

Beitigheim er þar með áfram í hópi neðstu liða, hefur átta stig eftir tíu leiki í sextánda sæti af 19 liðum deildarinnar.
Aron Rafn hefur átt betri daga í marki Bietigheim ef marka má tölfræðina á heimasíðu deildarinnar. Þar er hann skráður með eitt skot varið.
Leikmenn Bietigheim fá tækifæri til þess að rétta úr kútnum á miðvikudagskvöld þegar þeir taka á móti liðsmönnum TuS Ferndorf á heimavelli.
Staðan í deildinni:
Hamburg 24(14), Gummersbach 22(12), N-Lübbecke 18(13), Dormagen 16(12), Elbflorenz 15(13), Dessauer 15(15), Lübeck-Schwartau 14(12), Eisenach 12(14), Rimpar Wölfe 11(11), Grosswallstadt 11(14), Aue 10(10), Hamm-Westfalen 10(11), Wilhelmshavener 10(13), Ferndorf 9(11), Hüttenberg 9(13), Bietigheim 8(10), Fürstenfeldbruck 8(12), Konstanz 7(11), Emsdetten 5(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -