- Auglýsing -
Þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum er KA/Þór í undanurslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Ríkjandi bikarmeistarar unnu HK með tíu marka mun, 30:20, í KA-heimilinu í kvöld eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11.
Undanúrslit keppninnar fara fram á Ásvöllum miðvikudaginn 9. mars. Auk KA/Þórs er Fram komið í undanúrslit. Annað kvöld kljást Valur og Haukar um sæti í undanúrslitum og áður en vikan verður á enda liggur fyrir hvort FH, ÍBV eða Stjarnan verður fjórða liðið sem heldur áfram í keppninni.
Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 7, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Martha Hermannsdóttir 4/4, Unnur Ómarsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Anna Mary Jónsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Anna Þýrí Halldórsdóttir 1, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 13/2, 50% – Matea Lonac 4, 36,4%.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6, Alfa Brá Hagalín 3, Alexandra Líf Arnarsdottir 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1/1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 2, 11,8% – Margrét Ýr Björnsdóttir 1, 6,3%.
- Auglýsing -