- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðja tapið í röð hjá Hauki – dönsku meistararnir unnu í Ungverjalandi

Haukur Þrastarson í leik með Dinamo Búkarest gegn Füchse Berlin í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Haukur Þrastarson og félagar hans í Dinamo Búkarest töpuðu í kvöld þriðja leiknum í röð í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir mættu franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain Handball á heimavelli sínum í rúmensku höfuðborginni, 40:33.
Dinamo-liðið fer þar með í vetrarleyfi í Meistaradeildinni í fimmta sæti A-riðils með 10 stig eftir 10 leiki. PSG er þrátt fyrir misjafnt gengi á leiktíðinni í öðru sæti með 14 stig en Sporting getur náð af liðinu sætinu með sigri á Füchse Berlin síðar í kvöld.


Á sama tíma og leikið var í Búkarest þá tapaði Pick Szeged, með Janus Daða Smárason á meðal leikmanna, fyrir danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold í Szeged í Ungverjalandi, 32:30. Liðin eiga sæti í B-riðli. Höfðu þau sætaskipti eftir leikinn. Aalborg færðist upp í 3. sæti með 13 stig en Szeged situr í fjórða sæti með 12 stig.

Haukur og félagar áttu undir högg að sækja frá upphafi leiksins við PSG á heimavelli í kvöld. Varnarleikurinn og markvarslan var í molum. Þeir voru átta mörkum undir í hálfleik, 21:13.

Haukur var næst markahæstur hjá Dinamo með sex mörk auk þriggja stoðsendinga. Egyptinn Ali Zein var markahæstur með átta mörk.

Daninn Jacob Holm skoraði níu mörk fyrir PSG og Yahia Omar skoraði átta sinnum.

Sostaric skoraði 12 mörk

Mario Sostaric skoraði 12 mörk fyrir Pick Szeged á heimavelli kvöld. Ekki nægði það gegn danska meistaraliðinu sem hefur sótt í sig veðrið síðustu vikur eftir þjálfaraskipti. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir ungverska liðið.

Thomas Arnoldsen og Jack Thurin skoruðu átta mörk hvor fyrir Aalborg Håndbold sem var marki undir í hálfleik, 17:16.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -