- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji góði leikur okkar í röð

- Auglýsing -

„Þetta var þriðji leikurinn sem við lékum mjög vel,“ segir Lilja Ágústsdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals í samtali við handbolta.is eftir sjö marka sigur liðsins á Selfossi í 3. umferð Olísdeildar kvenna á Hlíðarenda í gær. Sigur Vals var aldrei í hættu.

„Við byrjuðum að mörgu leyti vel en vörnin var stundum slöpp og við gerðum nokkur klaufamistök. Í síðari hálfleik bættum við úr skák í þeim efnum,“ segir Lilja sem skoraði átta mörk í leiknum og var næst markahæst á eftir Elínu Rósu Magnúsdóttur.

Valur vinnur hvern leikinn á fætur öðrum í deildinni. Sigrarnir voru 30 í 31 leik á síðasta tímabili og það sem af er hefur liðið unnið fjórar fyrstu viðureignir sínar mjög öruggalega, þrír leikir í Olísdeildinni auk viðureignar í Meistarakeppni HSÍ. Lilja segir góða rútínu vera komna í leikmannhópinn og metnaður ríki að gera allt eins vel og kostur er.

Þannig viljum við hafa það

Framundan er tveggja vikna hlé á keppni í Olísdeildinni vegna landsleikja sem Lilja og fleiri leikmenn Vals taka þátt í. Þegar keppni hefst aftur í Olísdeildinni mætir Valur liði Fram og fer síðan út í tvo leiki í Evrópubikarkeppninni.

„Það er nóg að gera hjá okkur. Þannig viljum við hafa það,“ segir Lilja Ágútsdóttir.

Lengra viðtal er við Lilju í myndskeiði efst í fréttinni.

Sjá einnig: Þriðji öruggi sigur Íslandsmeistaranna

Olísdeild kvenna – fréttir.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -