- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn í röð – komnar í 11. sæti

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu í gærkvöld sinn þriðja leik í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik. BSV Sachsen Zwickau vann að þessu sinni VfL Waiblingen á útivelli með eins marks mun, 27:26. Fimm mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:9, Zwickau í vil sem komið er upp í 11. sæti af 14 liðum með níu stig eftir 13 leiki. Tvö lið til viðbótar eru með níu stig og síðan er stutt upp í Leverkusen í áttunda sæti með 11 stig.


Díana Dögg, sem er fyrirliði BSV Sachsen Zwickau, skoraði þrjú mörk, átti fimm stoðsendingar og skapaði þrjú marktækifæri og vann eitt vítakast. Auk þess var Eyjakonunni vísað í tvígang af leikvelli og einu sinni var brotið svo fast á henni að leikmanni Waiblingen var skipað að taka sér hvíld frá leiknum í tvær mínútur.


Díana Dögg er í 21. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar með 54 mörk, eða 4,5 mörk að jafnaði í leik.

Ekki leikur um helgina

Sandra Erlingsdóttir og liðsmenn TuS Metzingen, sem eru í sjötta sæti 1. deildar, léku ekki um helgina. Þær eiga inni leik við meistara Bietigheim sem voru í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -