- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji tapleikurinn í röð

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason og samherjar í Göppingen töpuðu í dag þriðja leiknum í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik er þeir sóttu lið Flensburg heim. Lokatölur, 30:23, en að loknum fyrri hálfleik var var munurinn sex mörk, 16:10, heimamönnum í vil.

Flensburg-liðið var með talsverða yfirburði í leiknum frá upphafi til enda. Janus Daði skoraði tvö mörk í sex skotum auk þess að eiga fjórar stoðsendingar. Göran Johannessen var markhæstur hjá Flensburg með átta mörk. Johannes Golla skoraði sjö sinnum en hann er nýkominn af stað aftur eftir meiðsli. Marcel Schiller skoraði átt sinnum fyrir Göppingen. Nemanja Zelenovic skoraði fimm mörk eins og Sebastian Heymann.
Fjórir leikir standa nú yfir í þýsku 1. deildinni og verður greint frá þeim síðar í dag á handbolti.is.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Kiel 18(10), Rhein-Neckar Löwen 16(9), Flensburg 16(9), Füchse Berlin 13(9), Stuttgart 13(10), Göppingen 12(11), Melsungen 11(8), Leipzig 11(10), Lemgo 11(10), Erlangen 11(11), Wetzlar 10(10), Hannover-Burgdorf 9(9), Bergischer HC 9(10), SC Magdeburg 8(8), Nordhorn 6(10), Minden 5(8), Balingen-Weilstetten 5(10), Ludwighafen 5(11), Essen 3(9), Coburg 0(10).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -