- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír í kippu til KA

Arnar Freyr Ársælsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson, komu á einu bretti til KA í sumar. Mynd/KA
- Auglýsing -

KA-menn slá ekki slöku við um þessar mundir. Þeir eru fyrir nokkru komnir á fullt að undirbúa næsta keppnistímabil í handboltanum þótt enn séu nokkuð í að öll kurl verði komin til grafar á yfirstandandi leiktíð þar sem keppni og æfingar liggja í salti.


Í morgun greindi handbolti.is frá því að Óðinn Þór Ríkharðsson væri að öllum líkindum á leið til KA í sumar frá Holstebro í Danmörku. Nú eftir hádegið staðfesti KA komu Óðins Þórs og gerði gott betur því samhliða var greint frá að FH-ingarnir Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson gangi til liðs við KA í sumar.

Báðir hafa þeir verið aðsópsmiklir með FH-liðinu síðustu árin. Arnar Freyr hefur verið í herbúðum FH frá 2015 að hann kom frá Fram. Síðan hefur hann m.a. orðið bikar- og deildarmeistari með FH-ingum. Arnar Freyr hefur misst nokkuð úr á núverandi keppnistímabili vegna meiðsla og aðeins skorað 17 mörk í átta leikjum í Olísdeildinni.

Einar Rafn hefur um árabil verið einn fremsti leikmaður Olísdeildarinnar og ævinlega í hópi markahæstu leikmanna. Hann varð markakóngur deildarinnar leiktíðina 2015/2016 og deildar-, og bikarmeistari með FH. Einar Rafn hefur einnig leikið með Haukum, Fram og Nötteröy í Noregi 2014/2015.

Á yfirstandandi leiktíð hefur Einar Rafn skoraði 65 mörk í 13 leikjum með FH.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -