Lið 1. umferðar Olísdeildar kvenna var valið af sérfræðingum Handboltahallarinnar í fyrsta uppgjörsþætti keppnistímabilsins sem fram fór á mánudagskvöld í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Frækinn sigur ÍR á Haukum Ásvöllum á laugardaginn, 30:27, fleytti liðinu inn með þrjá fulltrúa í lið 1. umferðar Olísdeildar kvenna, tveir leikmenn og þjálfarinn.
Framvegis verður úrvalslið hverrar umferðar Olísdeildar kvenna valið af Handboltahöllinni eftir hverja umferð. Handboltahöllin er á dagskrá hvert mánudagskvöld klukkan 20.10 og er í umsjón Harðar Magnússonar.
Lið 1. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Anna María Aðalsteinsdóttir, ÍR.
Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV.
Miðjumaður: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV.
Vinstri skytta: Sara Dögg Hjaltadótir, ÍR.
Vinsta horn: Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Línumaður: Anna Þyrí Halldórsdóttir, KA/Þór.
Markvörður: Amalie Frøland, ÍBV.
Varnarmaður: Susanne Denise Pettersen, KA/Þór.
Þjálfari umferðarinnar: Grétar Áki Andersen, ÍR.
Varamenn:
Hafdís Renötudóttir, Val, markvörður.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val.
Mia Kristin Syverud, Selfossi.
Anna Karítas Eiríksdóttir, Val.
Alda Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Stjörnunni.
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR.