Þrír íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal fimm markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar keppni er um það bil hálfnuð. Viggó Kristjánsson er markahæsti maður deildarinnar. Hann hefur setið í efsta sæti frá upphafi. Bjarki Már Elísson, markakóngur deildarinnar á síðasta keppnistímabili er skammt á eftir. Ómar Ingi Magnússon fylgir Bjarka eins og skugginn en Ómar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum upp á síðkastið.
Austurríkismaðurinn Robert Weber eltir Viggó eins og fyrri daginn. Eins er þýski landsliðsmaðurinn Marcel Schiller á næstu grösum. Aðeins munar 11 mörkum á Schiller og Viggó en sá fyrrnefndi á tvo leiki til góða á Seltirninginn.
Tuttugu markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar, samtals mörk/vítaköst – fjöldi leikja.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 136/52 – 20.
Robert Weber Nordhorn, 125/50 – 19.
Marcel Schiller, Göppingen 125/59 – 18.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 124/34 – 19.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 123/67 – 19.
Uwe Gensheimer, R-N Löwen 113/50 – 18.
Florian Billek, Coburg, 104/25 – 20.
Hampus Wanne, Flensburg, 104/45 – 16.
Hans Lindberg, F.Berlin, 100/56 – 19.
Julius Kühn, Melsungen, 100/0 – 16.
Niclas Ekberg, Kiel, 98/43 – 15.
Sime Ivic, Erlangen, 96/40 – 20.
Christoffer Rambo, GWD Minden, 95/3 – 19.
Timo Kastening, Melsungen, 91/25 – 16.
Stefan Cavor, Wetzlar, 91/0 – 18.
Noah Beyer, Tusem Essen, 88/39 – 15.
Philipp Weber, Leipzig, 86/7 – 19.
Vladan Lipovoa, Balingen, 85/0 – 19.
Kai Häfner, Melsungen, 84/0 – 16.
David Schmidt, Bergischer HC, 82/0 – 20.
Keppni hefst á ný í þýsku 1. deildinni eftir 11 daga hlé á miðvikudaginn. Þá verða eftirtaldir leikir á dagskrá:
Flensburg – Bergischer HC
Nordhorn – Melsungen
Wetzlar – Göppingen
Stuttgart – Balingen
Coburg – Kiel
Erlangen – Essen