- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír leikir í Lübeck til undirbúnings fyrir EM

U18 ára landslið pilta við brottför frá Keflavíkurflugvelli á dögunum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U18 ára landslið karla í handknattleik hélt í morgun til Lübeck í Þýskalandi þar sem liðið tekur þátt í Nations Cup-mótinu ásamt Þjóðverjum, Norðmönnum og Hollendingum. Fyrsti leikurinn verður á morgun gegn Noregi en mótinu lýkur laugardaginn.


Þátttakan í mótinu er liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst í Podgorica í Svartfjallalandi 4. ágúst og stendur yfir í tíu daga.


Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu undir styrkri stjórn Heimis Ríkarðssonar og Einars Jónsson. Þeir völdu fyrir nokkru keppnishópinn og er hann neðst í þessari frétt.


Leikjadagská íslensku piltanna á mótinu í Lübeck:
Fimmtudagur 30. júní – kl. 18.30: Ísland – Noregur.
Föstudagur 1. júlí kl. 12: Ísland – Holland.
Laugardagur 2. júlí kl. 16.30: Ísland – Þýskaland.


HSÍ segir frá því að hægt verði að fylgjast með streymi frá leikjunum á neðangreindri slóð.

https://solidsport.com/nations-cup/games


Greiða verður fimm evrur, um 700 kr., fyrir aðgang að streymi að hverjum leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -