- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír möguleikar í stöðunni hjá Valsmönnum

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari og Hlynur Morthens markvarðaþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals eru mættir á söguslóðir Kurt Wallander í Ystad í Svíþjóð hvar þeir mæta sænska meistaraliðinu í Ystads IF HF í 10. og síðustu umferð B-riðils Evrópukeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Flautað verður til leiks í Ystad Arena kl. 17.45.


Ystads er í öðru sæti riðilsins með 11 stig, tveimur stigum á undan Val. Flensburg hefur tryggt sér efsta sætið fyrir löngu.

Baráttan um að fylgja Flensburg, Ystads og Val eftir í 16-liða úrslit stendur á milli ungverska liðsins Ferencváros (FTC) og TM Benidorm frá Spáni.


Til að ná öðru sæti þarf Valur að vinna Ystads með a.m.k. þriggja marka mun. Þar með verða liðin jöfn að stigum og verður raðað í sæti eftir heildarmarkatölu allra leikja í riðlinum. Valur stendur þegar betur að vígi og staðan versnar vart með sigri í kvöld.


Útivallamarkatalan var fyrir nokkru lögð niður í öllum mótum á vegum Handknattleikssambands Evrópu.


Jafntefli tryggir Val þriðja sætið. Tap getur gert það líka að því tilskyldu að FTC vinni ekki Flensburg.


Verði Valur og FTC jöfn að stigum stendur Valur betur að vígi í innbyrðisleikjum, sigur og jafntefli.


Ef Valur tapar leiknum við Ystads og FTC vinnur Flensburg verður FTC stigi fyrir ofan Val og hreppir þar með þriðja sætið og leikur við liðið sem hafnar í öðru sæti í A-riðli.


Andstæðingur Vals í 16-liða úrslitum verður lið úr A-riðli: Montpellier frá Frakklandi, Göppingen frá Þýskalandi eða Kadetten Schaffhausen frá Sviss.

Með Kadetten Schaffhausen leikur Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.


Niðurstaðan liggur væntanlega ekk fyrir fyrr en að öllum leikjum verður lokið upp úr klukkan 21 í kvöld.

Í 16-liða úrslitum mætast:
1A - 4B.
2A - 3B.
3A - 2B.
4A - 1B (Benfica - Flensburg).
16-liða úrslit fara fram 21. og 28. mars.


Staðan í A-riðli:

Montpellier9801305:26816
Göppingen9702296:24914
Kadetten9603281:26912
Benfica9306262:2636
Presov9207249:2814
Vespzrémi KKFT9108256:3192


Leikir í lokaumferðinni:
Veszprémi KKFT – Benfica, kl. 16.
Göppingen – Montpellier, kl. 17.45.
Kadetten – Presov kl. 17.45.

Staðan í B-riðli:

Flensburg9801300:25316
Ystads9513284:28111
Valur9414303:2959
FTC9324291:3018
PAUC9306266:2846
Benidorm9207266:2964


Leikir í lokaumferðinni:
Ystads – Valur, kl. 17.45.
PAUC – Benidorm, kl. 19.45.
Ferencváros – Flensburg, kl. 19.45.

Handbolti.is fylgist með leiknum í Ystad í kvöld og því sem tekur við hjá Val að viðureigninni lokinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -