Selfyssingar voru allt í öllu með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Haukar Þrastarson var í stóru hlutverki í sóknarleik Indurstria Kielce í sigri á Eurofarm Pelister í Norður Makedóníu, 24:21, og Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon létu til sín taka með Evrópumeisturum Magdeburg er þeir lögðu Montpellier í Frakklandi, 28:25.
Haukur skoraði fjögur mörk í fimm skotum í öruggum sigri pólsku meistaranna í heimsókn til Bitola í Norður Makedóníu, 24:21.
Kielce var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:8. Liðið er nú með sjö stig í fjórða sæti A-riðils eins og Aalborg sem lagði Kolstad eins og handbolti.is sagði frá fyrri í kvöld.
Janus Daði Smárason lék afar vel og skoraði fimm mörk í fimm tilraunum auk stoðsendinga í sigurleik Magdeburg á Montpellier. Janusi var einnig vikið af leikvelli einu sinni. Ómar Ingi Magnússon var í minna hlutverki en stundum áður. Hann skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.
Magdeburg færðist upp í fjórða sæti B-riðils með stigunum tveimur sem söfnuðust í sarpinn í kvöld.