- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír sigurleikir í upphitun fyrir Ólympíuleikana

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, vann í morgun þriðja vináttuleikinn í röð við landslið Eistlands, 40:25, en eins og fyrri viðureignirnar sem fram fóru á laugardaginn og mánudaginn, þá eru þær liður í undirbúningi landsliðs Barein fyrir þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefst í Tókýó síðar í þessum mánuði.


Eins kom fram á handbolta.is á dögunum þá vannst fyrsta viðureignin, 36:25. Mjórra var á munum í öðrum leik þjóðanna, 26:25.


Aron sagði við handbolta.is í morgun að landslið Barein mættir Argentínu í vináttuleik í Tókýó 19. þessa mánaðar. Tveimur dögum eftir að landsliðið kemur til Japans. Það verður síðasti leikur liðsins áður en flautað verður til leiks á Ólympíuleikunum.


Á Ólympíuleikunum verður landslið Barein í riðli með heimsmeisturum Dana, Svíum, Portúgölum, Egyptum og Japönum, sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið Barein í handknattleik karla og Aron Kristjánsson verða þátttakendur í Ólympíuleikum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -