- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír úr Evrópuliði Vals halda ekki áfram með liðinu

Evrópubikarmeistarar Vals. Ljósmynd/EHF / Eurokinissi Sports.
- Auglýsing -

Hið minnst þrír af leikmönnum Valsliðsins sem varð Evrópubikarmeistari í handknattleik karla í gær verða ekki með liðinu á næsta keppnistímabili, Alexander Örn Júlíusson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Vignir Stefánsson.

Andri Finnsson og Benedikt Gunnar Óskarsson með sigurlaunin í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Aðsend

Benedikt Gunnar flytur til Þrándheims í sumar og gengur til liðs við Noregsmeistara Kolstad og verður þar m.a. samherji Sigvalda Björns Guðjónssonar og Sveins Jóhannssonar. Sá síðarnefndi verður einnig nýliði hjá liði Kolstad á næstu leiktíð.

Fyrirliðarnir, Alexander Örn og Vignir sem tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í Aþenu í gærkvöld, ætla að rifa seglin. Vignir staðfesti ætlan sína í samtali við handbolta.is fyrir fyrri úrslitaleik Vals og Olympiacos en Alexander Örn sagði m.a. frá því í samtali við RÚV í gær að hann ætli ekki að leika handknattleik á næsta keppnistímabili.

Alexander Örn á yfir 400 leiki með Vals og gat, eins og Vignir vart sagt skilið við handknattleikinn á eftirminnilegri hátt en með sigri í Evrópubikarkeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -