- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrítugasti og níundi leikurinn án taps

Stine Bredal Oftedal og samherjar í ungverska liðinu Györi tapa ekki leik í Meistaradeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það fóru fjórir leikir fram í Meistaradeild kvenna í dag en einum leik, Vipers og FTC vegna Covid19 var frestað en umferðinni lýkur á morgun með þremur leikjum.

 Ungverska liðið Györ tók á móti Podravka í heldur sveiflukenndum leik en mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem þær ungversku voru í miklum vandræðum varnarlega sem og markverðir liðsins vörðu aðeins 3 skot. Það var svo allt annar bragur á leikmönnum Györ í seinni hálfleiknum og þær byrjuðu hann á að skora 6 mörk á móti engu hjá Podravka og lögðu þar grunninn að þægilegum 15 marka sigri 43:28 og eru þar með áfram taplausar í 39 leikjum í röð.

Danska liðið Odense heimsótti laskað lið Valcea en tveir leikmenn og aðstoðarþjálfari rúmenska liðsins greindust með Covid19 á dögunum og af þeim sökum höfðu þær rúmensku ekki náð að æfa frá því að liðið spilaði gegn Brest í 1.umferðinni um síðustu helgi. Það var þó jafnt á öllum tölum á upphafsmínútum leiksins en í stöðunni 10:10 kom góður kafli hjá Odense þar sem þær breyttu stöðunni í 16:10 sér í vil, eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi lenda og þær dönsku sigruðu 30:21.

Nýliðarnir í CSKA fóru í heimsókn til Svartfjallalands og spiluðu gegn Buducnost þar sem heimastúlkur byrjuðu mun betur og komust í 6-2 forystu eftir tíu mínútna leik en þær rússnesku unnu sig hægt og rólega inní leikinn og staðan í hálfleik var 13:13.  Þær rússnesku voru svo mun sterkari í seinni hálfleiknum og þegar fimm mínútur voru eftir komust þær í 6 marka forystu 25:19 en slökuðu svo full mikið á síðusu mínútum leiksins en fögnuðu þrátt fyrir það sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni 25:22.

Rostov-Don tók á móti Krim og þar var heldur betur spenna fram á lokasekúndur leiksins en þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum þá voru þær rússnesku með tveggja marka forystu 23:21 og allt útlit fyrir að þeim myndi takast að fara með sigur af hólmi. Þær misstu hins vegar tvo leikmenn í 2 mínútna refsingu og þær slóvensku minnkuðu muninn niður í eitt mark og þá ákvað Tomas Hlavaty, aðstoðarþjálfari Rostov, að bæta leikmanni inní sóknina en það herbragð mistókst sem endaði með því að Maja Svetik skoraði í autt markið hjá Rostov og jafnaði þar með leikinn 23:23 sem urðu lokatölur leiksins.

Úrslit dagsins

Györ 43:28 Podravka (17-16)
Markaskorarar Györ: Stine Bredal Oftedal 8, Anne Mette Hansen 7, Veronica Kristiansen 7, Amanda Kurtovic 4, Estelle Nze Minko 4, Anita Görbicz 3, Beatrice Edwige 2, Kari Brattset 2, Eduarda Amorim 2, Viktoria Lukacs 2, Csenge Fodor 2.
Varin skot: Silje Solberg 7, Amandine Leynaud 2.
Markaskorarar Podravka: Azenaide Carlos 8, Dejana Milosavljevic 8, Lamprini Tsakalou 5, Nikolina Zadravec 2, Ana Turk 2, Selena Milosevic 2, Korina Karlovcan 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 10.

Valcea 21:30 Odense (10-13)
Markaskorarar Valcea: Alicia Fernandez 6, Asma Elghaoui 5, Ann Grete Norgaard 4, Jelena Trifunovic 3, Zeljka Nikolic 2, Evgenija Minevskaja 1.
Varin skot: Marta Batinovic 10.
Markaskorarar Odense: Freja Kyndboel 8, Lois Abbingh 5, Jessica Da Silva 4, Nycke Groot 4, Rikke Iversen 3, Malene Aambakk 2, Helena Hageso 2, Anne De La Cour 1, Mie Hojlund 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 10.

Buducnost 23:25 CSKA (13-13)
Markaskorarar Buducnost: Valeriia Maslova 6, Allison Pineau 3, Andrea Lekic 3, Jovanka Radicevic 2, Radmila Petrovic 2, Majda Mehmedovic 2, Itana Grbic 2, Katarina Dzaferovic 1, Nikolina Vukcevic 1.
Varin skot: Armelle Attingré 6, Barbara Arenhart 6.
Markaskorarar CSKA: Polina Gorshkova 5, Polina Vedekhina 5, Darya Dmitrieva 5, Elena Mikhaylichenko 3, Ekaterina Ilina 2, Antonina Skorobogatchenko 2, Kathrine Heindahl 1, Yuliia Markova 1, Anastasiia Illarionova1.
Varin skot: Chana Masson de Souza 9, Anna Sedoykina 6.

Rostov-Don 23:23 Krim (12-14)
Markaskorarar Rostov: Anna Vyakhireva 10, Anna Sen 5, Iuliia Managarova 4, Anna Lagerquist 1, Ksenia Makeeva 1, Kristina Kozhokar 1, Polina Kuznetsova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 4.
Markaskorarar Krim: Samara Da Silva 9, Harma Anna Van Kreij 5, Natasa Ljepoja 4, Oceane Sercien 2, Maja Svetik 2, Ana Kojic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 11.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -