- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjátíu og fimm manna EM-hópur hefur verið valinn

Íslenska landsliðið tekur þátt í EM í janúar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina að taka þátt í EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Úr þessum hópi verður valinn fámennari hópur til æfinga og þátttöku á EM, ef að líkum lætur í kringum 20 leikmenn. Aðrir verða hinsvegar til taks. Ekki verður hægt að velja leikmenn utan neðangreinds hóp til þátttöku á mótinu.


Meðal lítt reyndra leikmanna í hópnum má nefnda Andra Má Rúnarsson, Orra Frey Þorkelsson, Vigni Stefánsson, Finn Inga Magnússon, Hafþór Má Vignisson, Einar Þorstein Ólafsson, Elvar Ásgeirsson, Óskar Ólafsson, Bjarna Ófeig Valdimarsson, Hákon Daða Styrmisson, Daníel Frey Andrésson og Grétar Ara Guðjónsson.

Af þeim leikmönnum sem tóku þátt í HM í janúar eru Alexander Petersson, Kári Kristján Kristjánsson, Magnús Óli Magnússon og Oddur Gretarsson ekki í 35 manna hópnum að þessu sinni.

Eftirfarandi leikmenn eru í hópnum, raðað eftir starfrófsröð eftir stöðum á leikvellinum.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (41/1).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (236/16).
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0).
Grétar Ari Guðjónsson, Cavial Nice (7/0).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1).
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (82/230).
Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (1/1).
Vignir Stefánsson, Val (8/18).
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593).
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, IFK Skövde HK (0/0).
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (34/9).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Val (0/0).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266).
Óskar Ólafsson, Drammen (0/0).
Leikstjórnendur:
Andri Már Rúnarsson, TVB 1898 Stuttgart (0/0).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51).
Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielce (20/22).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (49/69).
Hægri skytta:
Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni (0/0).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (12/18).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (21/55).
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club (120/341).
Finnur Ingi Stefánsson, Val (1/0).
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (39/86).
Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14).
Heimir Óli Heimisson, Haukum (6/9).
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndbold (12/24).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (52/23).


Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar nk. og leikur tvo vináttulandsleiki við Litáen á Ásvöllum í Hafnarfirði 7. og 9. janúar.
Landsliðið heldur til Búdapest í Ungverjalandi 10. janúar þar sem það leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil sem einnig fram í Búdapest.


Leikir Íslands í riðlakeppni EM 2022 eru eftirfarandi:

14.jan. kl. 19.30, Portúgal – Ísland.
16.jan. kl. 17, Ísland – Holland.
18.jan. kl. 19.30, Ísland – Ungverjaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -