- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið eru án sigurs – stórsigur Evrópumeistaranna

Trine Dalgaard og félagar í Odense, sem hér sækir gegn vörn Metz höfðu ekki erindi sem erfiði í leiknum við frönsku meistarana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild Evrópu í handknattleik kvenna – leikir helgarinnar

A-riðill:

CSM Búkaresti 27-30 Rostov-Don (9-13)

  • CSM hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meitaradeildinni á þessari leiktíð en það er versta byrjun þess í sögu sinni í Meistaradeildinni.
  • Rúmenska liðið var með slaka sóknarnýtingu í fyrri hálfleik, aðeins um 35%. Þar hafði mikið að segja frammistaða Anastasiiu Laginu, markvarðar Rostov. Hún var með 47 % markvörslu í fyrri hálfleik.
  • CSM skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 11 mínútum seinni hálfleiks sem gerði það að verkum að Rostov náði 12 marka forystu 22-10.
  • Rúmenska liðið náði þó minnka muninn niður í þrjú mörk áður en leiknum lauk en lykilleikmenn liðsins, Cristina Neagu, Barbara Lazovic og Yvette Broch voru langt frá sínu besta að þessu sinni.

FTC 33-27 Podravka (15-15)

  • Podravka sem var að vonast eftir sinni bestu byrjun í Meistaradeild kvenna frá tímabilinu 1997/98 hóf leikinn mun betur. Liðið náði snemma þriggja marka forystu.
  • Líkt og gegn Buducnost um síðustu helgi þá lék króatíska liðið ekki vel í seinni hálfleik. Þá staðreynd nýtti ungverska liðið sér og náði 10-3 kafla í upphafi seinni hálfleiks.
  • Angela Malestein, hollenski hægri hornamaður FTC, skoraði níu mörk og var markahæst í leiknum.
  • Eins og áður segir þá hefur króatíska liðinu ekki gengið vel í seinni hálfleik það sem af er í leikjunum í Meistaradeildini. Það er með markatöluna 28-19 í seinni hálfleik úr þessum tveimur leikjum.

Brest 26-23 Esbjerg (13-9)

  • Sandra Toft, markvörður Brest, var fyrrverandi samherjum sínum erfið í þessum leik. Hún varði níu skot í fyrri hálfleik og átti stóran þátt að franska liðið fór með fjögurra marka forystu inní hálfleikshléið, 13-9.
  • Esbjerg byrjaði vel í seinni hálfleik og náðu 4-1 kafla. Brest svaraði því með fimm mörkum í röð. Aftur var Sandra Toft í aðalhlutverki en hún varði meðal annars tvö vítaköst á þessum kafla.
  • Danska liðið reyndi allt hvað það gat að komast inní leikinn á ný og reyndi meðal annars að spila 7 á 6 í sókn en það kom oftar en ekki í bakið á liðinu. Franska liðið skoraði nokkur auðveld mörk.

Buducnost 29-34 Dortmund (15-18)

  • Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009/10 er Buducnost án sigurs eftir tvær umferðir.
  • Leikurinn var mjög jafn fyrstu 15 mínúturnar þar sem liðin skiptust á um forystu en fljótlega upp úr því skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og komst í 10-7.
  • Eftir það hafði Dortmund frumkvæðið til leiksloka.
  • 34 mörk er það mesta sem Dortmund hefur skoraði í leik í Meistaradeildinni. Fyrra met var 33 mörk á móti Brest á síðustu leiktíð.
  • Alina Grijseels fyrirliði Dormund átti stórbrotna frammistöðu í leiknum. Hún skoraði 11 mörk í 12 skotum.

B-riðill:

Odense 21-27 Metz (13-15)

  • Danska liðið byrjað leikinn betur. Frönsku gestirnir náðu að komast yfir í fyrsta sinni yfir á 23. mínútu þegar Camila Micievic kom Metz yfir, 10-9.
  • Bruna De Paula skoraði fjögur mörk í röð undir lok fyrri hálfleiks sem gerði að verkum að franska liðið fór með tveggja marka forystu í hálfleikinn.
  • Varnarleikur Metz var frábær í seinni hálfleik og áttu leikmenn Odense í miklum erfiðleikum að brjóta hann á bak aftur enda náðu þeir aðeins að skora átta mörk í seinni hálfleik.
  • Dione Housheer hægri skytta Odense var markahæst með níu mörk.
  • Danska liðinu hefur ekki enn tekist að sigra Metz í Evrópukeppnum. Þetta var þriðji leikur liðanna.
Emma Jacques t.v. leikmaður Metz, og Mia Rej leikmaður Odense Håndbold berjast um boltann. Mynd/EPA

Vipers 34-25 Sävehof (15-11)

  • Evrópumeistarar Vipers léku sinn fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni síðan í janúar.
  • Ragnhild Dahl skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Vipers. Eftir það var um algjöra einstefnu að ræða af hálfu norska liðsins.
  • Á tuttugustu og fyrstu sekúndu seinni hálfleiks náði Nina Koppang leikmaður Savehof þeim merka áfanga að skora 2.000 mark Sävehof í Evrópukeppni.
  • Nora Mørk átti frábæran leik. Hún skoraði 12 mörk.

Krim 26-31 Györ (12-13)

  • Krim sem bætti við sig nokkrum leikreyndum leikmönnum í sumar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu.
  • Györ-liðið kom mjög ákveðið til leiks og náði fimm marka forystu, 6-1.
  • 10 leikmenn skoruðu fyrir Krim og Oceane Sercien þeirra markahæst með 5 mörk.
  • Markmenn ungverska liðsins áttu góðan leik. Amandine Leynaud varði átta skot eða um 38% markvörslu og Silje Solberg varði 7 skot eða um 37%

CSKA 34-27 Kastamonu (16-15)

  • Ana Gros, sem gekk til liðs við CSKA frá Brest í sumar, var markahæst í rússneska liðinu með 10 mörk
  • Gros skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum CSKA í seinni hálfleik og hjálpaði liðinu að ná fjögurra marka forystu 22-18.
  • Skyttur rússneska liðsins áttu góðan leik en þær Ana Gros, Elena Mikhaylichenko, Polina Vedekhina og Antonina Skorobogatchenko skoruðu samtals 20 mörk.
  • Tyrkneska liðið er eitt af þremur liðum í Meistaradeildinni sem enn er án sigurs eftir tvær umferðir. Markatalan er neikvæð um sem nemur 13 mörkum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -