Þrjú yngri landslið kvenna fara til Færeyja í dag til leikja við yngri landslið Færeyinga. Um er að ræða U15, U17 og U19 ára landsliðin. Liðið spreyta sig á morgun laugardag og á ný á sunnudaginn.
Leikir U17 og U19 ára landsliðanna eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku á Evrópumótum í sumar. U19 ára landsliðið hefur leik á EM í Rúmeníu 6. júní. U17 ára landsliðið fer til Svartfjallalands í byrjun ágúst hefur keppni 3. ágúst á EM.
Leikjadagskrá í Færeyjum um helgina. Íslenskur tími á leikjunum.
Laugardagur, leikið við Streymin:
kl. 13.00 U15 Føroyar – Ísland.
kl. 15.00 U17 Føroyar – Ísland.
kl. 17.00 U19 Føroyar – Ísland.
Sunnudagur, leikið í Vestmanna
kl. 14.00 U15 Føroyar – Ísland.
kl. 16.00 U17 Føroyar – Ísland.
kl. 18.00 U19 Føroyar – Ísland.
Færeyska handknattleikssambandið segir í tilkynningu að leikjunum verði streymt á live.hsf.fo.
Leikmannahópur U15 ára landsliðsins.
Leikmannahópur U17 ára landsliðsins.
Leikmannahópur U19 ára landsliðsins.
