- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þunnskipað lið ÍBV lagði Hauka í Kaplakrika

Úlfur Gunnar Kjartansson nýr liðsmaður Hauka tók Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV ekki neinum vettlingatökum í Krikanum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Þunnskipað lið ÍBV vann Hauka, 30:27, í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Magnús Stefánsson nýr þjálfari ÍBV tefldi fram 12 leikmönnum, þar af nokkrum lítt reyndum, í frumraun sinn með liðið í opinberum kappleik og gat verið sáttur við niðurstöðuna.


Vissulega voru Haukar heldur ekki með sína allra sterkustu sveit en nærri því þó. Þráinn Orri Jónsson var ekki með en hélt mönnum félagsskap á varamannabekknum. Stefán Rafn Sigurmannsson var borgaralega klæddur á meðal nokkuð fjölmenns hóps áhorfenda.

Meðal þeirra sem voru fjarri góðu gamni hjá ÍBV voru Dagur Arnarsson, Elmar Erlingsson, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Pavel Miskevich, Ívar Bessi Viðarsson, Theodór Sigurbjörnsson, Nökkvi Snær Óðinsson og Gauti Gunnarsson. Þess utan hafa Rúnar Kárason og Janus Dam Djurhuus róið á önnur mið.

ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda, forskotið var frá sex og niður í tvö mörk í fyrri hálfleik. Haukum gekk illa framan af, jafnt í vörn sem sókn. Leikur liðsins batnaði þegar á hálfleikinn leið en engu að síður var ÍBV fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.


Haukar sóttu í sig veðrið þegar í síðari hálfleik. Varnarleikurinn batnaði en sóknarleikurinn var ekki eins og best var á kosið lengi vel. Haukar jöfnuðu metin, 24:24, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn voru klókari á lokasprettinum og unnu sanngjarnan sigur.

Portúgalinn Daniel Vieira sem gekk til liðs við ÍBV í sumar virðist eiga enn talsvert í land.

Mörk ÍBV: Dánjal Ragnarsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 7, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Daniel Vieira 4, Arnór Viðarsson 3, Andrés Marel Sigurðsson 2, Breki Þór Óðinsson 2, Jason Stefánsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8, Jóhannes Esra Ingólfsson 3/1.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Geir Guðmundsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Össur Haraldsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 5, Magnús Gunnar Karlsson 4/1.

Næsti leikur Hafnarfjarðarmótsins verður á fimmtudaginn þegar FH og ÍBV mætast í Kaplakrika klukkan 17.30.

Tengt efni:

Leikjadagskrá Hafnarfjarðarmótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -