- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þurfum og ætlum að vinna Ungverja

Janus Daði Smárason landsliðsmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum að fara í úrslitaleik um að vinna riðilinn og erum sannarlega tilbúnir í hann,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik í München í dag. Framundan er viðureign við Ungverja á morgun klukkan 19.30.

Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið hjá íslenska landsliðinu á mótinu. Í versta falli kveður landsliðið mótið annað kvöld en í besta falli tekur það tvö stig með sér í milliriðlakeppnina sem hefst í Köln síðar í vikunni.

Áður en íslenska landsliðið mætir Ungverjum liggur fyrir hvernig viðureign Serba og Svartfellinga sem geta ráðið miklu um örlög íslenska landsliðsins. Vinni Svartfellingar eða að jafntefli verður í viðureigninni verður íslenska landsliðið komið áfram í milliriðlakeppni mótsins áður en flautað verður til leiks klukkan 19.30.

„Við munum ekkert velta því mikið fyrir okkur. Við þurfum og ætlum að vinna Ungverja,“ sagði Janus Daði ákveðinn. „Við verðum að ljúka okkar hluta af verkefninu. Með því að vinna leikinn á morgun verðum við í góðum málum hvernig sem fyrri leikurinn fer.”

Spurður um hvað valdi misgóðum leikjum á hjá íslenska liðinu í keppninni, jafnvel innan sömu viðureignarinnar sagði Janus Daði að ekki væri á því ein skýring umfram aðra. „Okkur finnst við geta gert betur. Það er eitt af því sem við horfum til. Þetta er ákveðinn línudans,“ sagði Janus Daði.

Lengra hljóðritað viðtal við Janus Daða Smárason er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -