- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýska 1. deildin: Gísli Þorgeir og Arnar Freyr voru aðsópsmiklir

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar síðustu leikir sjöundu umferðar fóru fram.

  • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar í fjögurra marka sigri meistaraliðsins SC Magdeburg á MT Melsungen, 27:23. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópi Magdeburg.
  • Arnar Freyr Arnarsson lét heldur betur til sín taka og skoraði sex mörk í sex skotum fyrir MT Melsungen. Arnari Frey var einnig vísað af leikvelli í tvígang. Elvar Örn Jónsson lék annan deildarleik sinn í röð eftir langvarandi meiðsli. Hann skorað tvö mörk og varð einu sinni að bíta í það súra epli að verða vísað af leikvelli í tvær mínútur.


  • Hákon Daði Styrmisson skoraði þrjú mörk og Elliði Snær Viðarsson tvö þegar Gummersbach gerði jafntefli við Leipzig, 36:36, á heimavelli. Markahrókurinn Dominik Mappes skoraði jöfnunarmark Gummersbach sex sekúndum fyrir leikslok. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.
  • Viggó Kristjánsson skoraði þrjú af mörkum Leipzigliðsins.


  • Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal markaskorara Flensburg-Handewitt í óvæntu tapi fyrir Lemgo, 26:21, á heimavelli Lemgo.
  • Füchse Berlin vann THW Kiel með átta marka mun, 34:26. Kannski ekki óvænt að Berlínarliðið vinni Kiel en markamunurinn kemur e.t.v. mörgum spánskt fyrir sjónir enda er Kiel ekki þekkt fyrir að steinliggja í leikjum.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -