- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýskaland: Annar sigur hjá Rúnar – Melsungen vann sjötta leikinn í röð

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leipzig vann í gær annan leik sinn í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins um miðja síðustu viku. Leipzig lagði neðsta lið deildarinnar, ASV Hamm-Westfalen, með 10 marka mun á heimavelli, 33:23.


Viggó Kristjánsson skoraði níu mörk fyrir Leipzig, þar af fjögur úr vítaköstum, og var markahæsti leikmaður vallarins. Einnig gaf Viggó fjórar stoðsendingar og átti sannkallaðan stórleik.


Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen halda áfram að gera það gott í þýsku 1. deildinni. Þeir halda öðru sæti deildarinnar eftir að hafa unnið Lemgo örugglega á heimavelli í gær, 37:28. Ýmir Örn skoraði þrjú mörk.


MT Melsungen vann sjötta leik sinn í röð í gær þegar liðið lagði Stuttgart, 33:26, á heimavelli. Elvar Örn Jónsson skorað tvö mörk og Arnar Freyr Arnarsson eitt fyrir Melsungen sem komið er upp í 7. sæti. Sigurhrina Melsungen hófst um það leyti sem Elvar Örn mætti til leiks eftir axlarmeiðsli snemma í október.

Arnar Freyr fékk tak í annað lærið í fyrri hálfleik og sat yfir í síðari hálfleik.


Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur mörk þegar Gummersbach fór heim með eitt stig úr viðureign við Bergischer HC í Klingenhalle í Solingen í gær, 30:30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins en það er í áttunda sæti með 14 stig eins og Melsungen.


Arnór Þór Gunnarsson var í leikmannahópi Bergischer í gær en skoraði ekki mark að þessu sinni. Bergischer situr í 15. sæti með sjö stig.


Önnur úrslit í gær:
THW Kiel – Göppingen 30:26.
GWD Minden – Wetzlar 26:29.
HSV Hamburg – Füchse Berlin 28:37.

Standings provided by Sofascore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -