- Auglýsing -
Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Bergischer HC vann GWD Minden í Minden í dag í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, 28:25.
Andri Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Stuttgart þegar liðið steinlá í heimsókn til THW Kiel, 36:23.
Füchse Berlin lagði Göppingen, 34:27, í Max Schemlinghalle í Berlín. Hans Lindberg skoraði 12 mörk í 13 skotum fyrir Berlínarliðið og er ekki að sjá að hann sé kominn inn á fimmtugsaldur. Átta marka sinna skoraði Lindberg úr vítaköstum.
Fyrr í dag skoraði Ómar Ingi Magnússon átta mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö þegar Magdeburg vann nýliða ASV Hamm, 31:23, á heimavelli. Lesa má um það hér.
Staðan í þýsku 1. deildinni að lokinni 1. umferð:
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -