- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýskaland í kvöld – úrslit, markaskor og staðan

Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason leika báðir í Þýskalandi um þessar mundir við góðar orðstír. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjórir leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld og komu íslenskir handknattleiksmenn við sögu í þeim öllum. Úrslit leikjanna voru sem hér segir:


Flensburg – Hannover-Burgdorf 30:20.
Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu að þessu sinni hjá Flensburg og skoraði ekki mark.
Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Melsungen – Balingen 28:21.
Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen, Alexander Petersson tvö en Arnar Freyr Arnarsson ekkert.
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen og var einu sinni vikið af leikvelli. Oddur Gretarsson er ennþá fjarverandi vegna meiðsla.

N-Lübbecke – SC Magdeburg 20:30.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum og átti sjö stoðsendingar fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar fyrir sama lið.

Rhein-Neckar Löwen – HC Erlangen 26:26.
Ýmir Örn Gíslason bar að vanda hitann og þungann af varnarleik RN-Löwen.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -