- Auglýsing -

Þýskaland og Spánn leika til úrslita á HM

- Auglýsing -


Þjóðverjar og Spánverjar leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla, 19 ára og yngri, á sunnudaginn. Spánverjar lögðu Svía í undanúrslitum í dag, 33:30, eftir jafna stöðu í hálfleik, 18:18. Spánverjar hafa aðeins tapaði einum leik á mótinu til þessa, gegn Íslandi, 32:31, á þriðjudaginn.


Þýskaland lagði Danmörku, 32:30, í hinni viðureign undanúrslita í dag. Þýska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Áhugavert er að sjá að um sömu hálfleiksstöðu og lokatölur er að ræða í leiknum og í viðureign Danmerkur og Íslands í átta liða úrslitum í gær.

Þýska liðið var áberandi sterkara í leiknum við Dani í dag og hafði þriggja til fjögurra marka forskot allan síðari hálfleik. Danska liðið skoraði tvö síðustu mörkin en það dugði skammt.

Ísland og Egyptaland eigast við í leiknum um fimmta sæti á sunnudaginn og Ungverjar og Norðmenn leika um 7. sætið. Öðrum leikjum um sæti lauk í dag og er úrslit þeirra að finna í frétt sem er neðst í þessari grein.

Sætistleikir sunnudaginn 17. ágúst:

1. sæti: Spánn – Þýskaland, kl. 16.30.
3. sæti: Svíþjóð – Danmörk, kl. 14.

5. sæti: Egyptaland – Ísland, kl. 11.45.
7. sæti: Noregur – Ungverjaland, kl. 9.30.

Krossspil um sæti eitt til átta í dag:
Þýskaland – Danmörk 32:30 (17:12).
Spánn – Svíþjóð 33:30 (18:18).

Ísland – Ungverjaland 37:36 (17:17).
Egyptaland – Noregur 47:26 (23:14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -