- Auglýsing -
Sex leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Íslendingar komu við sögu í fimm þeirra.
Úrslit dagsins:
Gummmersbach – HC Erlangen 32:31 (14:17).
- Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Gummersbach. Hann lét einnig til sín taka í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.
- Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki fyrir Gummersbach í leiknum.
- Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.
SC Magdeburg – Bergischer HC 23:21 (8:10). - Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg.
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki fyrir Bergischer HC.
Füchse Berlin – Flensburg 37:33 (20:17).
- Teitur Örn Einarsson kom kvefaður frá Íslandi eftir landsleik um síðustu helgi og var ekki með í leiknum í dag.
THW Kiel – Hannover-Burgdorf 33:23 (20:14). - Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
SC DHfK Leipzig – GWD Minden 31:31 (15:14). - Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig.
- Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir GWD Minden og var tvisvar sinnum vísað af leikvelli í tvær mínútur í hvort skipti.
HSV Hamburg – HSG Wetzlar 24:21 (13:13).
- Auglýsing -