- Auglýsing -
Fimm leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Íslenskir handknattleiksmenn og þjálfara komu við sögu í öllum leikjum.
Úrslit leikja dagsins:
THW Kiel – Flensburg 29:19 (13:8).
- Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark og átti tvæ stoðsendingar í liði Flensburg í óvenju ójöfnum grannaslag.
Erlangen – Minden 29:28 (14:10). - Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.
- Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir GWD Minden.
Füchse Berlin – Rhein-Neckar Löwen 38:24 (20:12). - Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, átti tvö markskot sem geiguðu. Honum var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Gummersbach – HSG Wetzlar 37:30 (20:11). - Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach, átti eina stoðsendingu og var tvisvar sinnum vikið af leikvelli. Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.
SC Magdeburg – Hannover-Burgdorf 31:30 (13:12). - Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar í liði SC Magdeburg.
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
- Auglýsing -