- Auglýsing -

Þýsku meistararnir hafa rekið þjálfarann

- Auglýsing -


Þýska meistaraliðið Füchse Berlin hefur óvænt rekið þjálfarann Jaron Siewert og ráðið í hans stað Danann Nicolaj Krickau sem var látinn taka pokann sinn hjá Flensburg í desember.

Skyndilegt brotthvarf Siewert kemur í kjölfar uppnáms hjá félaginu í fyrradag þegar íþróttastjórinn Stefan Kretzschmar tilkynnti að hann ætlaði hætta næsta vor. Honum var gert að axla sín skinn um og leið Siewert, eða í hádeginu í dag. Fyrir nokkru er ljóst að vík væri milli vina, þ.e. á milli Bob Hannings framkvæmdastjóra og Kretzschmar.


Brottrekstur Siewert kemur í mörgum í opna skjöldu enda hefur hann þótt snjall í starfi þrátt fyrir litla reynslu og ungan aldur. Hann leiddi Füchse Berlin til síns fyrsta meistaratitils í Þýskalandi í vor auk þess sem liðið lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu en tapaði fyrir SC Magdeburg.

Füchse Berlin hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni á fremur sannfærandi hátt.

Sá yngsti

Siewert  er 31 árs gamall og var í júní yngsti þjálfarinn sem vinnur þýska meistaratitilinn í handknattleik. Bætti hann met Jóhanns Inga Gunnarssonar sem var 32 ára er hann gerði Tusem Essen að Þýskalandsmeisturum 1987.

Sjá einnig: Yngsti meistaraþjálfarinn síðan Jóhann Ingi stýrði Essen til sigurs 1987

Styr hefur staðið

Ljóst hefur verið um skeið að ekki væri eining innan Füchse Berlin á milli Hanning framkvæmdastjóra annarsvegar og Kretzschmar hinsvegar. M.a. hefur staðið styr þeirra á milli um framhald veru Siewert þjálfara sem var með samning fram á næsta vor.

Hanning hefur byggt upp félagið á undanförnum 20 til 25 árum en á sama tíma ekki verið óumdeildur og á stundum frekur á athylgina.

Ólga ríkir hjá meisturunum – íþróttastjórinn tilkynnir brottför

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -