-Auglýsing-

Þýskur markvörður stendur vaktina á Selfossi

- Auglýsing -


Þýski markvörðurinn Philipp Seidemann hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu tveggja ára

Seidemann er 23 ára gamall alinn upp í akademíunni hjá Leipzig.  Hann kemur á Selfoss frá liðinu Plauen Oberlosa sem leikur í þýsku 3. deildinni. Þar áður lék hann með Glauchau Meerane og Dessau-Roßlauer.


„Við fögnum því að Philipp velji að taka sín næstu skref með ungu og efnilegu liði Selfoss í Olísdeildinni í vetur,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss.

Selfossliðið tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram í 3. umferð Olísdeildar í Sethöllinni, annað kvöld. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort Seidemann verður gjaldgengur liðinu í leiknum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -