- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tímabilið hefði mátt vera aðeins lengra

Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals og besti leikmaður Olísdeildar 2023/2024. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Það er bara mjög gaman að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals í samtali við handbolta.is eftir að hann hafði tekið á móti viðurkenningu fyrir að vera valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik á nýliðnu keppnistímabili sem var jafnframt hans síðasta með Valsliðinu, að sinni hið minnsta. Benedikt Gunnar flytur til Þrándheims í næsta mánuði og gengur til liðs við Noregsmeistara Kolstad.

Í sögubækur

Keppnistímabilið var langt og strangt hjá Benedikti og félögum í Val og því lauk með því að Valur skráði sig í sögubækurnar sem fyrsta íslenska liðið sem vinnur eitt af Evrópumótum félagsliða, Evrópubikarkeppninar. Auk þess vann Valur Poweradebikarinn eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik en í honum fór Benedikt Gunnar á kostum og skoraði 17 mörk.

Benedikt bætti 22 ára gamalt markamet Halldórs

Vantaði einn í viðbót

„Tímabilið hefði mátt vera aðeins lengra. Ég hefði viljað ná einum titli í viðbót, það er Íslandsbikarnum. Annars er ég bara mjög sáttur við uppskeruna,“ sagði Benedikt Gunnar.

„Dagskráin var þétt en nokkuð sem við vorum orðnir vanir svo við hefðum alveg getað leikið fleiri leiki en því miður þá tókst það ekki,“ sagði Benedikt Gunnar sem á þremur árum hefur orðið aðal driffjöður Valsliðsins sem skipað hefur sér á bekk með bestu félagsliðum landsins frá upphafi.

Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, besti leikmaður Olísdeildar karla og Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, besti leikmaður Olísdeildar kvenna. Ljósmynd/HSÍ

Fyrsta æfing 15. júlí

Eins og áður segir þá tekur við nýr kafli á ferli Benedikts Gunnars í næsta mánuði þegar hann verður formlega leikmaður norska meistaraliðsins Kolstad í Þrándheimi, yfirburðaliðs Noregs síðustu tvö ár.

„Fyrsta æfingin með Kolstad verður 15. júlí. Ég er mjög spenntur fyrir að stíga næsta skref á ferlinum. Framundan er þátttaka í Meistaradeild Evrópu sem var ekki síst til þess að ég ákvað að fara til félagsins. Ég hef leikið í Evrópudeildinni og í Evrópubikarnum. Næst á dagskrá er að standa sig í Meistaradeildinni.

Ég hef verið í Val og á Hlíðarenda síðan ég fæddist svo það verður erfitt að kveðja, en þetta bara hluti af því að ná lengra

Nýjar áskoranir

Framundan eru bara margar áskoranir sem er bara spennandi, flytja að heiman, búa einn, fá nýjan þjálfara og nýja samherja. Ég er fullur eftirvæntingar,“ sagði Benedikt Gunnar sem kynnti sér aðstæður hjá Kolstad í vetur en þær eru allar hinar bestu.

Næsta skref

Um leið og ný ævintýri taka við þá kveður Benedikt Gunnar félag sitt Val með nokkrum trega. „Ég hef verið í Val og á Hlíðarenda síðan ég fæddist svo það verður erfitt að kveðja, en þetta er bara hluti af því að ná lengra. Ef maður ætlar sér að verða stór þá verður maður að fara út og reyna fyrir sér þar,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson besti leikmaður Olísdeildar karla leiktíðina 2023/2024.

Benedikt Gunnar var valinn efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla vorið 2022 og besti sóknarmaður deildarinnar 2023.

Elín Klara og Benedikt Gunnar best í Olísdeildum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -