Ekki aðeins stóð karlalið Selfoss í ströngu um helgina heldur einnig kvennalið félagsins. Það sótti HK U heim í fyrstu umferð Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Kórinn í Kópavogi í dag. Eftir erfitt tímabil á síðasta vetri vegna margra meiðsla þá var kærkomið fyrir Selfossliðið að fara með tvö stig í farteskinu heim úr Kórnum í dag, lokatölur 29:26.
Unglingalandsliðskonan Tinna Sigurrós Traustadóttir hélt upp á nýjan samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss með því að fara fyrir liðinu og skora 10 mörk.
HK-liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 14:12. Hjá HK bar mest á unglingalandsliðsstúlkunum Ingu Dís Jóhannsdóttur og Emblu Steindórsdóttur. Sú síðarnefnda var líka í eldlínunni með HK-liðinu í Olísdeildinni í gær þegar það sótti Hauka heim.
Mörk HK: Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Lenadra Náttsól Salvamoset 4, Margrét Guðmundsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir 2, Amelía Laufey Miljevic 1.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10, Elín Krista Sigurðardóttir 6, Roberta Strope 5, Emilía Ýr Kjartansdóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1.