- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tinna Sigurrós og Rasimas sköruðu fram úr – myndir

Tinna Sigurrós Traustadóttir og Vilius Rasimas, leikmenn ársins hjá Selfossi. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram í sumarblíðu á Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið. Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar Sigurðarson. Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir meistaraflokka og U-liðið auk þess sem félagi ársins var valinn og aðrar viðurkenningar veittar.


Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna auk þess að vera markadrotting og valin sóknarmaður ársins. Vilius Rasimas var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla. Þá var Andri Dagur Ófeigsson valinn besti leikmaður U-liðsins auk þess að vera markakóngur liðsins.

Verðlaunahafar  kvöldsins. Frá vinstri: Katla Björg Ómarsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Hergeir Grímsson, Andri Dagur Ófeigsson, Ísak Gústafsson, Vilius Rasimas, Sverrir Pálsson (fyrir hönd Atla Ævars Ingólfssonar) og Tryggvi Þórisson. Mynd/UMFSelfoss


Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var valin efnilegasti leikmaður og varnarmaður ársins, en Ísak Gústafsson var valinn efnilegastur karlamegin og Tryggvi Þórisson varnarmaður ársins. Hergeir Grímsson var sóknarmaður ársins og baráttubikarinn fengu þau Atli Ævar Ingólfsson og Katla Björg Ómarsdóttir. Einnig fékk Sölvi Ólafsson veitta viðurkenningu fyrir 100 leiki spilaða fyrir félagið.

Árni Þór Grétarsson og Brad Egan, fulltrúar SelfossTV, meið viðurkenningu sína. Mynd/UMFSelfoss


SelfossTV var valin félagi ársins en þeir Árni Þór Grétarsson og Brad Egan tóku við viðurkenningunni, enda hausinn og hjartað í SelfossTV. SelfossTV hefur verið öflugt í allmörg ár núna, en í ástandinu í vetur þegar íþróttahús landsins voru lokuð áhorfendum var mikilvægi SelfossTV aldrei meira.

Strákarnir á SelfossTV öxluðu þá ábyrgð og sendu beint frá öllum heimaleikjum meistaraflokkanna sem ekki voru á Stöð 2 sport, U-liðanna ásamt flestum leikjum þriðja og fjórða flokks. Alls voru þetta 56 útsendingar og nú hafa fimmtíu þúsund manns horft á.


Félagi ársins: SelfossTV.
U-lið
Markakóngur: Andri Dagur Ófeigsson (69 mörk).
Besti leikmaður: Andri Dagur Ófeigsson.

Meistaraflokkur kvenna
Markadrottning: Tinna Sigurrós Traustadóttir (67 mörk).
Varnarmaður: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir.
Sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir.
Efnilegasti leikmaður: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir.
Baráttubikarinn: Katla Björg Ómarsdóttir.
Besti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir.

Meistaraflokkur karla
Markakóngur: Hergeir Grímsson (121 mark).
Varnarmaður: Tryggvi Þórisson
Sóknarmaður: Hergeir Grímsson.
Efnilegasti leikmaður: Ísak Gústafsson
Baráttubikarinn: Atli Ævar Ingólfsson.
Besti leikmaður: Vilius Rasimas.

Sölvi Ólafsson með viðurkenningu fyrir 100 spilaða leiki fyrir Selfoss.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -