- Auglýsing -
- Auglýsing -

Titilvörnin hjá Gísla og Ómari verður í Lissabon

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon og félagar þeirra í SC Magdeburg mæta RK Nexe frá Króatíu í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fer í Lissabon 28. maí. Magdeburg hefur titil að verja í keppninni.


Dregið var til úrslita í morgun og jafnframt tilkynnt að leikir úrslitahelgar fari fram í Lissabon og að Benfica verði gestgjafi.


Forráðamenn RK Nexe sóttust einnig eftir að verða gestgjafar úrslitahelgarinnar og að leikið yrði í Zagreb. Áður höfðu stjórnendur Wisla Plock afþakkað að sjá um úrslitahelgina af fjárhagslegum ástæðum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsis verður í eldlínunni í Lissabon undir lok þessa mánaðar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Í hinni viðureign undanúrslita mætast Wisla Plock og Benfica sem tekur í fyrsta sinn þátt í undanúrslitum í Evrópudeildinni eða einhverjum forvera hennar.
Sem fyrr segir fara undanúrslitaleikirnir fram laugardaginn 28. maí. Úrslitaleikurinn verður háður daginn eftir.


RK Nexe er spútniklið keppninnar og hafnaði í þriðja sæti í C-riðli keppninnar í vetur og var m.a. í riðli með Magdeburg. Í 16-liða úrslitum vann RK Nexe Eurofarm Pelister frá Norður Makedóníu í 16-liða úrslitum og Viktor Gísla Hallgrímsson og samherja í GOG í átta liða úrslitum.


Nexe hefur í gegnum tíðina mætt Magdeburg átta sinnum og unnið einn leik sem fram fór fyrir um áratug. Magdeburg hefur unnið í sjö skipti, síðast í tvígang í vetur, 32:26 og 28:24.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -