- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur á Selfossi

- Auglýsing -

Ungmennalið Fram er áfram í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á liði Selfoss í Hleðsluhöllinni í kvöld, 29:19. Reyndar segir á leikskýrslu að viðureignin hafi endað 30:19 en þegar mörk Fram-liðsins eru lögð saman reynast þau vera 29. Fram var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:9.

Ungmennalið Fram hefur þar með 16 stig eftir 10 leiki. Ungmennalið Vals og Afturelding koma þar á eftir með 14 stig. Grótta og ÍR fylgja fast á eftir með 12 stig hvort lið.


Aðeins 11 leikmenn voru á skýrslu hjá Selfoss-liðinu í kvöld en nokkrir leikmenn eru meiddir og verða lengi frá keppni eins og áður hefur verið rakið á handbolti.is.


Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.
Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Margrét Castillo 3, Jónína Hlín Hansdóttir 3, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 3, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Valgerður Arnalds 1.

Nánar er hægt að lesa um leikinn á Selfoss.net.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -