- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur Aftureldingar – sæti í 16-liða úrslitum er í höfn

Þórsararnir Aðalsteinn Ernir Bergþórsson og Aron Hólm Kristjánsson mæta ásamt félögum sínum Aftureldingu í 1. umferð bikarkeppni HSÍ. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Afturelding tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í karlaflokki með 10 marka sigri á Þór í Höllinni á Akureyri í kvöld, 31:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir, 17:12, í hálfleik.
Eins og nærri má geta var talsverður munur á liðunum.

Afturelding hefur verið á siglingu í Olísdeildinni á sama tíma og á ýmsu hefur gengið hjá liðsmönnum Þórs í Grill66-deildinni og þeir með fjögur stig eftir fjóra leiki.


Enda voru yfirburðir Aftureldingar talsverðir nánast frá upphafi. Mestur varð munurinn átta mörk í fyrri hálfliek, 15:8. Í síðari hálfleik léku Mosfellingar á tíðum á als oddi á sama tíma sem Þórsarar nýttu ekki sem best þau tækifæri sem þeir þó fengu til þess að sleppa betur en raun varð á.


Jovan Kukobat og Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmenn Aftureldingar, meiddust í síðari hálfleik. Óvíst er þó hversu alvarleg þau eru.


Klukkan 20 og 20.10 hefjast viðureignir Fjölnis og Fram annarsvegar og FH og Gróttu hinsvegar í 1. umferð bikarkeppninnar. Fylgst verður með þeim á bikarvakt á handbolti.is.

Mörk Þórs: Kostadin Petrov 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Josip Vekic 4, Aron Hólm Kristjánsson 3, Jonn Rói Tórfinnsson 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 15/2, Kristján Páll Steinsson 1.
Mörk Aftureldingar: Gestur Ólafur Ingvarsson 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Ihor Kopyshynskyi 4, Blær Hinriksson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Kristinn Malquist Þórsson 2, Ágúst Björgvinsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13/2, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -