Fjölnir vann öruggan sigur á neðsta liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, HK 2, í 11. umferð deildarinnar er leikið var í Kórnum í Kópavogi, 38:28. Fjölnir var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13.
Fjölnir, sem hafði yfirhöndina frá upphafi til enda, hefur þar með aflað sér 11 stiga í deildinni og fór upp fyrir Hörð og Selfoss 2. Hörður á leik inni á Fjölnismenn.
HK 2 er áfram neðst með tvö stig.
Mörk HK 2: Örn Alexandersson 10, Kristófer Stefánsson 8, Ingibert Snær Erlingsson 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 3, Elías Ingi Gíslason 2, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 2.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 4, Egill Breki Pálsson 2.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 8, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 7, Alex Máni Oddnýjarson 4, Heiðmar Örn Björgvinsson 4, Viktor Berg Grétarsson 4, Júlíus Flosason 3, Victor Máni Matthíasson 3, Ari Magnússon 2, Brynjar Óli Kristjánsson 1, Darri Þór Guðnason 1, Óli Fannar Pedersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, Pétur Þór Óskarsson 4.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.




