- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur í upphafsleiknum hjá U18

Íslensku piltarnir hita upp fyrir sigurleikinn í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið í handknattleik karla vann úrvalslið sambandslandinu Saar í Þýskalandi í kvöld, 31:21, í fyrstu umferð Sparkassen Cup í Merzig í kvöld. Uppselt var á leikinn í kvöld eins og reyndar aðra daga á mótinu og andrúmsloftið í höllinni til fyrirmyndar.

Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn þýska landsliðinu fyrri partinn á morgun. Annað kvöld verður leikið við belgíska landsliðið. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum á mótinu. Í hinum riðlinum eru landslið Ungverjalands, Sviss, Hollands, Slóveníu.


Íslenska liðið tók frumkvæðið strax í byrjun í kvöld og náði fljótlega 3 – 4 marka forskoti en illa gekk að hrista heimamenn af sér. Þessi munur á milli liðanna hélst allt þar til flautað var til hálfleiks. Þá var staðan, 13:10, fyrir okkar menn.

Strákarnir okkar múruðu fyrir markið í upphafi síðari hálfleiks og í framhaldinu fylgdi hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru sem skilaði mörkum. Munurinn var orðinn 10 mörk þegar mesti hamurinn rann af íslensku piltunum þegar á leið. Þeir héldu í horfinu það sem eftir var og unnu með 10 marka mun, 31:21.

Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 6, Ágúst Guðmundsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Hugi Elmarsson 3, Daníel Montoro 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Harri Halldórsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Marel Baldvinsson 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Antoine Óskar Pantano 1.

Óskar Þórarinsson og Jens Bragi Bergþórsson vörðu 5 skot hvor í íslenska markinu.

Heimasíða mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -